Company logo

Valmynd

02.júní 2020
11:00 - 12:01

Starfatorg - hvernig er best að birta starfsauglýsingar?

2. júní 2020

11:00-12:01

Online

Kristján Kristjánsson, stofnandi 50skills og Guðríður Baldursdóttir, sérfræðingur í mannauðsmálum hjá Advania, munu fara yfir nýtt samstarf hjá 50skills við vinsæl starfatorg á borð við Tengslatorg Háskóla Íslands, Job.is og Tvinna.is. Rætt verður við Maríu Dóru Björnsdóttur frá Háskóla Íslands um Tengslatorg HÍ með tengingu við 50skills, þar sem atvinnurekendur geta auglýst endurgjaldslaust eftir nemendum í störf. 50skills og Háskóli Íslands skrifuðu nýlega undir samstarfsyfirlýsingu um tengingu á milli Tengslatorgs og 50skills. Á fundinum verður meðal annars leitast við að svara eftirfarandi spurningum: Hvernig er hægt að mæla hvaða starfatorg henta best? Hvernig virka endurbirtingar á störfum? Hverjir geta nýtt sér starfatorgstengingar og með hvaða starfatorgum vinnur 50skills? Er hægt að birta störf hjá þeim sem eru ekki í samstarfi við 50skills? Hvaða starfatorg bætast við í framtíðinni? Öllum þessum spurningum verður svarað og sýnd verða raundæmi um hvernig endurbirting á störfum fer fram. Hvernig sparar það okkur tíma og hvernig hafa má yfirsýn og eftirfylgni með birtingum.