Company logo

Valmynd

01.mars 2022
13:00 - 13:30

Að skapa stemningu fyrir stafrænum umbótum

1. mars 2022

13:00-13:30

Online

Advania efnir til opins veffundar um stafræn umbótaverkefni fyrirtækja og hvernig stuðla megi að góðri menningu á vinnustöðum í slíkum breytingum.

Stafræn umbótaverkefni kalla gjarnan á breytt verklag og nýja nálgun sem oftar en ekki getur reynt á þolinmæði starfsfólks. Hins vegar eru stafrænar umbætur lykill að bættri samkeppnisstöðu og því afar mikilvægt að útfæra slík verkefni vel.  
Á fundinum verður rætt um algengar áskoranir sem upp koma þegar ráðast á í umfangsmiklar breytingar.  
Rætt verður um menningu, leiðir til samvinnu og hvernig skapa megi góða stemningu.  
Við heyrum reynslusögu af vel heppnuðu umbótaverkefni; innleiðingu spjallmennis hjá Íslandsbanka sem var stórt skref í sjálfvirknivæðingu og nýju þjónustuframboði fyrir viðskiptavini bankans.  

Anna Björk Bjarnadóttir er framkvæmdastjóri þjónustu og rekstrarsviðs Isavia. Hún hefur áralanga reynslu sem ráðgjafi og stjórnandi í upplýsingatæknigeiranum. Hún fjallar um grundvallaratriði í breytingastjórnun og leiðir til að auka samstöðu innan vinnustaða þegar innleiða á nýjar lausnir eða taka upp nýtt verklag.

Logi Karlsson forstöðumaður hjá Íslandsbanka segir frá ferli Íslandsbanka við að innleiða spjallmenni sem viðbót í þjónustuver bankans.
 

Fram koma

speaker mynd

Anna Björk Bjarnadóttir

framkvæmdastjóri þjónustu og rekstrarsviðs Isavia
speaker mynd

Logi Karlsson

forstöðumaður - nýsköpun og stafræn þróun hjá Íslandsbanka
speaker mynd

Valeria Rivina

Forstöðumaður veflausna Advania