Krasskúrs um álagsárásir (DDos) og gagnagíslingu
14. okt. 2021
11:00-11:45
Online
Sem liður í öryggisátaki í október stendur Advania fyrir opnum fræðslufundi um algengar árásir. Mikilvægt er að stjórnendur og þau sem taka ákvarðanir á vinnustöðum, séu vel upplýst um forvarnir og viðbrögð við ógnum sem steðja að vinnustöðum þeirra.
Algengustu tegundir árása þessa dagana eru svokallaðar álagsárásir (DDoS) og innbrot í tölvukerfi þar sem gögn eru tekin gíslingu og krafist er lausnargjalds. Ástæður árásanna eru margvíslegar en markmið þeirra er yfirleitt að skaða starfsemi fyrirtækja.
Fundurinn verður krasskúrs um eðli þessara árása. Sérfræðingar Advania ráðleggja hvernig búa megi um hnútana svo vinnustaðir þeirra séu minna útsettir fyrir hættum.
Þátttakendum gefst kostur á að spyrja ráðgjafa og öryggissérfræðinga Advania spjörunum úr.
Fram koma
Sigurður Sæberg Þorsteinsson
Framkvæmdastjóri rekstrarlausna AdvaniaBjarki Traustason
Öryggisráðgjafi hjá AdvaniaDaniel Kristinn Gunnarsson
Deildastjóri netrekstrarteymis Advania