Allt um viðskiptavininn á einum stað
12. maí 2022
08:30-10:30
Guðrúnartún 10, 6. hæð, Online
Á þessum morgunverðarfundi Advania heyrum við dæmisögur af því hvernig Securitas, VÍS og Rauði krossinn hafa bætt samskipti við viðskiptavini sína, vettvangsþjónustu, komið skikk á gögnin sín og einfaldað ferla með aðstoð Salesforce.
Gestir eru velkomnir í Guðrúnartún 10, 105 Reykjavík. Gengið er inn um aðalinngang að horni við Sæbraut. Fundurinn fer fram á 6. hæð.
Dagskrá:
08:30 Húsið opnar. Léttar veitingar og spjall.
09:00 Atli Örn Egilsson vörustjóri hjá Advania setur fundinn.
09:05 Charlotte Åström, þróunarstjóri viðskiptasambanda hjá VÍS, segir frá ávinningi af tæknibreytingum fyrirtækisins og hvernig þær nýtast viðskiptavinum þess.
09:25 Hjörtur Vigfússon, framkvæmdastjóri stafrænnar þróunar hjá Securitas, segir frá því hvernig tæknibreytingar fyrirtækisins hafa auðveldað viðskiptavinum að eiga samskipti við Securitas. Eftir vel heppnaða innleiðingu á grunneiningum Salesforce var ákveðið að nýta kerfið einnig til að bæta vettvangsþjónustu fyrirtækisins.
09:45 Margrét Gíslínudóttir, teymisstjóri gæðamála hjá Rauða krossinum, segir frá því hvernig þau nýta Salesforce til bæta aðgengi að námskeiðum og leysa ýmis verkefni í hjálpar- og mannúðarstarfi.
10:05 Spjall.