Company logo

Valmynd

17.nóvember 2020
11:01 - 12:00

Ávinningur af útvistun upplýsingatæknireksturs

17. nóv. 2020

11:01-12:00

Online

Advania hefur um áratuga skeið annast hýsingu og rekstur upplýsingakerfa fyrir fyrirtæki og stofnanir. Eftirspurn eftir slíkri þjónustu hefur aldrei verið meiri.

Á þessum fundi kynna þau Hafsteinn Guðmundsson og Védís Sigurjónsdóttir rekstrarþjónustu Advania. Farið verður yfir hvernig fyrirtæki geta falið Advania einstaka eða alla þætti reksturs á upplýsingatækni. Rekstrarþjónustan gerir viðskiptavinum kleift að ná fram hagræðingu í sinni starfsemi. Með því að fela sérfræðingum Advania að annast upplýsingatæknina, geta viðskiptavinir okkar einbeitt sér betur að sinni kjarnastarfsemi. Hilmar Karlsson, yfirmaður upplýsingatækni hjá Eimskip, segir frá reynslunni af því að fela Advania að annast flókin og margþætt upplýsingatæknimál fyrirtækisins.