28.mars 2023
10:00 - 10:30
Aukið samkeppnisforskot með kröftum gervigreindar (AI)
28. mars 2023
10:00-10:30
Online
Gervigreind (AI) er í síauknum mæli að ryðja sér rúms hjá fyrirtækjum og mun gjörbylta því hvernig fyrirtæki starfa og keppa. Allt frá því að nota tæknina til að spá um framtíðina í áætlunargerð yfir í að bæta þjónustu við viðskiptavini, þá geta fyrirtæki nýtt gervigreind til að opna á ný tækifæri og skapa sér samkeppnisforskot.
Ingvar Birgisson, frá Impact consulting, kemur til okkar þar sem hann og Valeria R. Alexandersdóttir, forstöðukona veflausna Advania munu fara yfir spennandi möguleika gervigreindar og þau tækifæri sem felast í notkun hennar.
Umræðuefni:
- Yfirlit yfir gervigreindartól og notkun þeirra
- Dæmi um fyrirtæki sem nota gervigreind til að skapa sér samkeppnisforskot
- Hvernig fyrirtæki geta farið að byrja að undirbúa sig fyrir innleiðingu á gervigreind í reksturinn
- Hvernig á að sigrast á algengum áskorunum við innleiðingu gervigreindar hjá fyrirtækjum
- Framtíðarstraumar og tækifæri með nýtingu gervigreindar
Fram koma
Valeria R. Alexandersdóttir
Forstöðumaður veflausna AdvaniaIngvar Birgisson
CEO / Consultant