Company logo

Valmynd

29.október 2024
10:00 - 10:30

Aukin nýsköpun með Power Platform

29. okt. 2024

10:00-10:30

Online

Þessi veffundur er fyrir þau sem vilja kynnast notkunarmöguleikunum í Power Platform og nýrri kostnaðarskráningarlausn sem nefnist Vasa.

Á þessum veffundi verður fjallað um þá þróun sem er að eiga sér stað í stafrænum lausnum með áherslu á Microsoft Power Platform. Fjallað verður um notkunarmöguleika og nýja lausn sem leysir verkefni tengt kostnaðarskráningum með einföldum hætti.

 

Vasa er kostnaðarskráningarlausn þróuð í Power Platform með tengingu við Business Central og aðrar bókhaldslausnir og einfaldar alla ferla í kringum kringum útlagðan kostnað og greiðslur með fyrirtækjakortum. Vasa leggur þannig áherslu á sjálfvirkni og sparar tíma en gefur á sama tíma frábæra yfirsýn yfir helstu lykiltölur en hægt er að fá mælaborð með lausninni.

 

Microsoft Power Platform er samansafn af forritum og þjónustum sem hannaðar eru til að auðvelda notendum að útbúa öpp og vefsíður, birta, greina og deila gögnum ásamt því að sjálfvirknivæða viðskiptaferla með hjálp gervigreindar. Dæmin eru mörg um hvernig þetta getur hjálpað fyrirtækjum að hraða nýsköpun og auka skilvirkni og verður farið betur í gegnum þetta á veffundinum. 

Fram koma

speaker mynd

Viktor Steinarsson

deildarstjóri Business Central þróunar og gagnagreindar hjá Advania
speaker mynd

Sigfús Jónasson

Sölustjóri - Power Platform og gervigreind