Business Central - Miklu meira en bókhaldskerfi
9. okt. 2025
08:45-10:00
Guðrúnartún 10, Austursíða 6, Akureyri
Fundurinn fór fram í höfuðstöðvum Advania í Reykjavík, Guðrúnartúni 10 en einnig var hægt að fylgjast með í beinu streymi frá starfsstöð okkar að Austursíðu 6 á Akureyri og frá Setrinu Vinnustofu Fagradalsbraut 11A á Egilsstöðum.
Farið var yfir helstu nýjungar í Business Central 2025 Release Wave 2 sem kemur út í október ásamt yfirferð á nýjungum í viðbótum Advania. Auk þess voru kynntir möguleikar á sjálfvirkni sem og tengingum við önnur kerfi. Að lokum var farið yfir hvernig Business Central styður við sjálfbærni og rekjanleika í rekstri.
Dagskrá var eftirfarandi:
Velkomin á morgunverðarfund
Hugi Freyr Einarsson, forstöðumaður Business Central opnar fundinn.
Hvað er nýtt í Business Central og viðbótum Advania?
Nýrri útgáfu Business Central fylgir fjölbreytt ný virkni. Farið verður yfir það helsta en eins ferður farið yfir helstu nýjungar í viðbótum frá Advania. Ýmislegt hefur bæst við Business Central viðbæturnar okkar, til að mynda stuðningur við erlendar greiðslur í útgreiðsluviðbót og möguleiki á innlestri og afstemmingu kortafærslna í bankaviðbótum en eins hafa nýjar viðbætur litið dagsins ljós.
Sjálfvirkni og tengingar við önnur kerfi
Tekin verður yfirferð á þeim tilbúnu tengingum sem Advania býður upp á fyrir Business Central. Einnig verður farið yfir sérsniðnar tengingar sem hafa verið þróaðar í samstarfi við viðskiptavini í tilteknum verkefnum. Að auki verður farið yfir hvar helstu tækifærin liggja til sjálfvirknivæðingar innan Business Central.
Sjálfbærni í Business Central
Stiklað verður á stóru um nýja virkni í Business Central sem styður við sjálfbærni í rekstri, þar á meðal skráningu og greiningu á umhverfisáhrifum, kolefnisjöfnun og stuðning við reglugerðir eins og CSRD. Farið verður yfir hvernig fyrirtæki geta nýtt Business Central til að fylgjast með og bæta árangur í sjálfbærnimálum.
Fram koma
Hugi Freyr Einarsson
Forstöðumaður Business CentralJóhanna Kolbjörg Sigurþórsdóttir
Vörustjóri Business CentralHjörtur Geirmundsson
HugbúnaðarsérfræðingurDröfn Teitsdóttir
Ráðgjafi í Business Central