Company logo

Valmynd

11.nóvember 2020
10:00 - 11:00

Framúrskarandi fjarfundir með Cisco

11. nóv. 2020

10:00-11:00

Online

Nú til dags eru gæði fjarfunda orðin hluti af ímynd fyrirtækja. Gera má ráð fyrir að á komandi misserum verði normið að fundir tengi saman fólk sem staðsett ýmist heima hjá sér, hjá öðrum fyrirtækjum eða jafnvel á ferðalagi. Í íslensku atvinnulífi er því nauðsynlegt að skapa tækifæri fyrir fólk til þess að reka fjarfundi með skilvirkum hætti. Þar koma fjarfundalausnir og búnaður sterkur inn. Á þessum fjarfundi sýnir Cisco Innovation teymið frá Osló það allra nýjasta í fjarfundatækninni og fer yfir hvernig hægt er að fá bestu mögulegu hljóð- og myndgæði úr búnaðinum. Þau fara yfir möguleikana í Cisco Webex og hvernig hægt er að nýta Cisco fjarfundabúnað með Microsoft Teams og öðrum lausnum. Sigurgeir Þorbjarnarson, sérfræðingur í fjarfunda- og samvinnulausnum Advania, verður þeim til halds og trausts ásamt því að kynna hvernig Advania nýtir sér tæknina fyrir fjarfundi fyrirtækisins.