Ný tækni og tól. Einfaldaðu umsýslu og notkun með Dell Latitude fartölvum

Á þessum fjarfundi mun David Hall, vörustjóri notendabúnaðar hjá Dell, kynna nýjungar frá Dell sem í senn einfalda umsýslu í umhverfi fyrirtækja, spara tíma og auka framleiðni starfsfólks. David fjallar meðal annars um Dell Optimizer, Intelligent AI og Intel Adaptic tækni, nýju Express Response og Sign-in tæknina, Low Blue Light skjátækni í Latitude fartölvum, WiFi 6 og 5G tengitækni. David Hall er Dell Client Solution Manager fyrir Noreg og Ísland. David hefur yfir 31 árs reynslu af upplýsingatæknibransanum og hefur síðustu 16 ár einbeitt sér að viðskiptavinahlið upplýsingatækninnar.