Company logo

Valmynd

21.apríl 2020
11:00 - 11:00

Kostir þess að uppfæra AX í Microsoft Dynamics 365 Finance

21. apríl 2020

11:00-11:00

Online

Morgunspjall þar sem farið verður yfir helstu leiðir við uppfærslu í nýtt umhverfi.

Microsoft Dynamics 365 Finance er öflugt viðskiptakerfi frá Microsoft, byggt á þrautreyndu Dynamics AX sem hefur þjónað mörgum kröfuhörðum fyrirtækjum á Íslandi í gegnum tíðina. Sem skýjaþjónusta er Microsoft Dynamics 365 Finance í fararbroddi og samþættist á auðveldan hátt við aðrar vörur Microsoft svo sem Office 365 og PowerBi. Á þessum fjarfundi verður fjallað um helstu leiðir við uppfærslu á AX í hið nýja umhverfi Microsoft Dynamics 365 Finance. Rýnt verður í ferla og ávinning af því færa sig í nýja uppfærslu. Már Grétar Pálsson, deildarstjóri og Sigríður Þórðardóttir, forstöðumaður Dynamics 365 Finance, stýra fundinum. Fundurinn nýtist þeim sem nota Dynamics AX 2012 eða eldra og vilja komast í nýrra umhverfi. Fundurinn fer fram á Youtube þar sem hægt verður að senda inn spurningar í spjallglugganum. Þeir sem skrá sig fá senda slóð á útsendinguna.