Company logo

Valmynd

Aðventufundur: H3, Flóra og áramótauppgjör

9. des. 2025

08:45-10:00

Guðrúnartún 10

Mannauðslausnir Advania bjóða til morgunverðarfundar þriðjudaginn 9. desember. Þar verða kynntar spennandi nýjungar og gagnleg verkfæri fyrir launasérfræðinga og mannauðsfólk.

Áramótauppgjör og afstemmingar
Við förum yfir það helsta sem gott er að hafa í huga í launavinnslu þegar líður að áramótum.

Nýjungar í H3 - samstæðusýn og fleira
Farið verður yfir nýja virkni í H3. Þar á meðal samstæðusýn og aðrar lausnir sem stuðla að einfaldara vinnuflæði og betri yfirsýn.

Flóra - upplýsingar fyrir starfsfólk, stjórnendur og launasérfræðinga
Við kynnum Flóru og segjum frá þeim ávinningi sem lausnin skilar notendum.
Við svörum spurningum á borð við hvernig er hægt að gefa starfsfólki aðgang að sínum upplýsingum í Flóru? Hvernig er umsóknarferli styrkja? Hvernig nýtist launagáttin stjórnendum?
Auk þess segjum við frá nýjustu virkninni sem er hvernig stjórnendur geta samþykkt launaútborgun í Flóru.

 

Húsið opnar kl. 08:30, dagskrá hefst kl. 08:45 og stendur til 10:00. 

Boðið verður upp á léttar veitingar og kaffi.

 

Við hlökkum til að sjá þig!

Fram koma

speaker mynd

Guðríður Hjördís Baldursdóttir

Vörustjóri hjá mannauðslausnum Advania
speaker mynd

Christine Einarsson

Ráðgjafi hjá mannauðslausnum Advania
speaker mynd

Nína Birna Þórsdóttir

Ráðgjafi hjá mannauðslausnum Advania

Skráðu þig á viðburðinn

Loading...