Er hægt að margfalda árangur í stafrænni umbreytingu?
30. nóv. 2022
09:00-10:30
Guðrúnartún 10, Online
Ávinningur samfélagsins af stafrænni umbreytingu er ótvíræður. En við stöndum frammi fyrir áskorunum á borð við takmarkað framboð á hæfu tæknifólki og flókin umbreytingaverkefni sem standa í vegi fyrir því að við náum þeim ávinning sem við ætlum. Á þessum morgunverðarfundi munum við segja frá hvernig „low-code“ lausnir á borð við OutSystems gerir okkur kleift að þróa stafrænar lausnir á margföldum hraða m.v. hefðbundnar aðferðir.
Sérfræðingar frá OutSystems, Advania og viðskiptavinir munu deila reynslu sinni og þekkingu.
Ingólfur Þorsteinsson forstöðumaður stafrænna lausna, Sólrún Húnfjörð Káradóttir verkefnastjóri og Kevin Freyr Leósson tech lead hjá VÍS segja frá sinni stafrænu vegferð.
Hulda Ólafsdóttir Klein deildarstjóri upplýsingatæknideildar Norðuráls segir frá stafrænni vegferð í álframleiðslu.
Gestir eru velkomnir í Guðrúnartún 10, 105 Reykjavík. Húsið opnar kl. 8.30 og hefst fundur stundvíslega kl. 9. Gengið er inn um aðalinngang að horni við Sæbraut.
Einnig er hægt að fylgjast með fundinum í beinu streymi.
Við hvetjum áhugasama að kíkja til okkar í kaffi, styrkja tengslin og hlusta á erindi um það hvernig hægt sé að margfalda afköst í stafrænni umbreytingu.
Fram koma
Sigrún Eva Ármannsdóttir
ForstöðumaðurHenry Amberg
Senior Solutions Architect at OutSystemsJonas Rutström
Regional Channel Manager, Nordics at OutSystemsHulda Ólafsdóttir
Deildarstjóri upplýsingatæknideildar hjá NorðurálKevin Freyr Leósson
Tech lead hjá VÍSSólrún Húnfjörð Káradóttir
Verkefnastjóri hjá VÍSIngólfur Þorsteinsson
Forstöðumaður stafrænna lausna hjá VÍS