Company logo

Valmynd

18.mars 2020
11:00 - 12:00

Allt sem þú þarft að vita um fjarvinnu

18. mars 2020

11:00-12:00

Online

Fjarfundur Advania um praktísk og tæknileg mál

Upplýsingatæknin gerir okkur kleift að vinna hvaðan sem er og eiga öfluga samvinnu óháð staðsetningu fólks. Á þessum fjarfundi verður rætt um tæknileg mál sem þarf að huga að þegar fólk vinnur að heiman. Fjallað verður um heimatengingar og gagnaöryggi og það sem þarf að gera svo fólk hafi greiðan aðgang að gögnum og upplýsingakerfum vinnustaða sinna. Sigurður Sæberg, framkvæmdastjóri rekstrarlausna Advania, segir frá áskorunum viðskiptavina Advania og hvernig nýta megi tæknina til að halda starfsemi þeirra gangandi. Guðmundur Zebitz, deildarstjóri notendalausna Advania, sýnir hvernig styðjast megi við einfaldan búnað til að koma upp góðri fjarfundaraðstöðu. Íris Sigryggsdóttir, fræðslustjóri Advania, segir frá reynslu Advania af fjarvinnu og deilir heilræðum og hugmyndum að því hvernig halda megi góðum takti í vinnu þegar hluti starfsfólks vinnu að heiman.

Fram koma

speaker mynd

Guðmundur Steinar Zebitz

deildarstjóri vörustýringar
speaker mynd

Sigurður Sæberg Þorsteinsson

Framkvæmdastjóri rekstrarlausna Advania
speaker mynd

Íris Sigryggsdóttir

Fræðslustjóri Advania