Fyrirtæki og gervigreind; tækifæri, undirbúningur og raundæmi
28. nóv. 2023
10:00-10:30
Online
Ævar Svan, forstöðumaður ráðgjafar og sérfræðiþjónustu hjá Advania Íslandi, mun fara yfir hin ýmsu atriði sem hafa ber í huga þegar kemur að innleiðingu gervigreindarlausna og þá sérstaklega undirbúning fyrir slíka vegferð. Þar með talið hvernig hægt er að nýta Microsoft Purview og Microsoft Syntex, með tilliti til þess að undirbúa núverandi umhverfi fyrir sjálfvirknivæðingu sem og nýtingu gervigreindarverkfæra.
Þá mun Steve Goodman, Field Chief Technology Officer hjá Advania UK, fara yfir hvernig hægt er að nýta gervigreind til að auka framleiðni fyrirtækja hratt og á öruggan hátt. Hann fer yfir hvernig hægt er að greina hvar möguleikar eiga heima í umhverfi fyrirtækja fyrir gervigreind til þess að straumlínulaga ferla, þá með því að skoða þau gögn og kerfi sem eru í notkun. Steve fer yfir raundæmi úr bresku atvinnulífi um hvernig fyrirtæki hafa gert þetta og náð góðum árangri. Með því að virkja möguleika gervigreindalausn, eins og Private ChatGPT og Azure OpenAI, geta fyrirtæki hagrætt sínum rekstri, aukið samskipti við viðskiptavini, stytt úrlausnartíma og fengið betri gögn úr kerfum sínum svo eitthvað sé nefnt. Ásamt því að tryggja hámarks öryggi sinna gagna bæði fyrir ytri sem og innri aðilum.
Fram koma
Steve Goodman
Microsoft MVP | Field Chief Technology Officer Advania UKÆvar Svan Sigurðsson
forstöðumaður rekstrarlausna hjá Advania