27.október 2022
13:00 - 13:30
GDPR á mannamáli
27. okt. 2022
13:00-13:30
Online
Flestir hafa heyrt talað um GDPR á undanförnum árum en margir upplifa engu að síður óöryggi um hvað það er sem þau þurfa að hafa í huga þegar kemur að vef og persónulegum gögnum.
Á veffundi Advania, GDPR á mannamáli munum við reyna að svara helstu spurningum sem tengjast því að reka vefsvæði og uppfylla kröfur ESB um persónuvernd.
Rætt verður um hvað eru persónugreinanleg gögn, hvaða áhrif GDPR hefur á vefsvæði og stjórnendur þeirra og hverjar eru afleiðingarnar af því að sinna þessu ekki.
Fram koma
Arna Gunnur Ingólfsdóttir
VörustjóriHildur Sif Haraldsdóttir
Lögfræðingur Advania