Company logo

Valmynd

18.október 2022
10:00 - 10:40

Gerðu vefverslun þína betri

18. okt. 2022

10:00-10:40

Online

Advania boðar til veffundar um hvernig megi standa vel að vefverslun og tækla algengar áskoranir.

Harðnandi samkeppni frá alþjóðlegum verslunum og nýafstaðinn heimsfaraldur hefur fært íslenskum vefverslunum nýjar áskoranir. 

 

Álagið á vefverslanir hefur margfaldast og fjöldi pantana hefur aukist mjög undanfarin tvö ár. Mörg fyrirtæki standa því frammi fyrir því að kerfin þeirra eru orðin að flöskuhálsi. Þá þarf að kalla til mannafla til að bæta upp fyrir það sem kerfin ráða ekki við, í viðleitni til að mæta kröfum neytenda.  

 

Á veffundinum verður farið yfir samþættingu gagna, afgreiðslu pantana og það sem hafa þarf í huga við að reka góða netverslun.  

 

Við heyrum reynslusögur frá rekstrarstjóra netverslana S4S, Inga Þór Pálssyni, sem rekur fimm vefverslanir á smásölumarkaði og Sæmundi Maríel Gunnarssyni frá Ölgerðinni og Danól, sem rekur tvo stærstu heildsöluvefi landsins. Snævar Dagur Pétursson ræðir um DynamicWeb kerfið út frá getu og möguleikum.

 

Fundarstjóri er Arna Gunnur Ingólfsdóttir ráðgjafi Advania í vefverslunum. 

Fram koma

speaker mynd

Ingi Þór Pálsson

Rekstrarstjóri netverslana
speaker mynd

Sæmundur Maríel Gunnarsson

Sérfræðingur í stafrænni þróun
speaker mynd

Arna Gunnur Ingólfsdóttir

Vörustjóri
speaker mynd

Snævar Dagur Pétursson

Hugbúnaðarsérfræðingur