Gervigreind og þóknanalausar bókunarlausnir sem umbreyta ferðaþjónustunni
10. okt. 2025
09:00-10:00
Guðrúnartún 10, Austursíða 6, Akureyri
Fundurinn fór fram í höfuðstöðvum Advania í Reykjavík, Guðrúnartúni 10. Rætt var um hvernig ný tækni og gervigreind getur umbreytt ferðaþjónustunni.
Við fengum til okkar sérstakan gest, Antoine de Kerviler frá Salesforce, sem hefur starfað sem CIO hjá Eurostar, Corsair og Amadeus og er nú Industry Strategic Advisor í ferðalögum og samgöngum hjá Salesforce. Hann sýn sinni á hvernig IT og gervigreind geta byggt upp vöxt, umbreytt rekstri og skapað sterkari tengsl við viðskiptavini.
Auk þess kynnti Arna Gunnur Ingólfsdóttir vörustjóri Liva bókunarlausnina frá Advania, sérstaklega hannaða fyrir ferðaþjónustufyrirtæki. Með Liva eru engar þóknanir af bókunum – þú heldur öllum tekjunum.
Fundarstjóri var Jón Gunnar Björnsson sölustjóri hugbúnaðarlausna hjá Advania.
Þetta var einstakt tækifæri til að fá bæði innblástur frá alþjóðlegum sérfræðingi og lærdóm um lausn sem skilar raunverulegum sparnaði í þínum rekstri.
Fram koma
Antoine de Kerviler
Industry Strategic Advisor hjá SalesforceArna Gunnur Ingólfsdóttir
Vörustjóri hugbúnaðarlausna hjá AdvaniaJón Gunnar Björnsson
Forstöðumaður sölu hugbúnaðarlausna hjá Advania