Gervigreindarlausnir sem móta framtíðina
12. nóv. 2024
08:30-10:15
Guðrúnartún 10
Högni Hallgrímsson - Advania Ísland
Högni Hallgrímsson, forstöðumaður viðskiptalausna hjá Advania bauð gesti velkomna og sagði í stuttu máli frá gervigreindarvegferð Advania.
Chris O'Brien - Advania UK
Chris O'Brien, fremsti AI sérfræðingur okkar frá Advania UK, deildi innsýn sinni í fjölbreyttar gervigreindarlausnir á markaðnum. Hann fjallaði meðal annars um Advania Eyu og Microsoft Copilot og hvernig þessar lausnir geta hjálpað fyrirtækjum við margvísleg verkefni. Einstakt tækifæri til að læra af reynslu hans og sjá hvernig hægt er að nýta þessi öflugu verkfæri til að auka skilvirkni og bæta árangur.
Jerry Haywood - CEO hjá boost.ai
Jerry Haywood, forstjóri boost.ai, ræddi framþróun spjallmenna og hvernig spunagreind (generative AI) getur verið notuð á ábyrgan hátt í spjallmennum til þess að ræða við viðskiptavini. Jerry hefur mikla reynslu af því að leiða fyrirtæki til árangurs með nýjustu tækni og muni veita dýrmætar upplýsingar um framtíðarhorfur í þessum geira.
Sunna Dögg Ragnarsdóttir - Customer Success Lead hjá boost.ai
Sunna Dögg Ragnarsdóttir tók stutta sýnikennslu þar sem sýnt var hvernig spjallmenni svarar viðskiptavini með því að blanda saman fyrirfram ákveðnum svörum við spunasvör.
Viðar Pétur Styrkársson - Advania Ísland
Viðar Pétur Styrkársson frá Advania Ísland kynnir nokkur spennandi verkefni sem eru í vinnslu með viðskiptavinum Advania. Þessi verkefni sýna fram á hagnýtingu gervigreindarlausna til að leysa raunveruleg vandamál og bæta rekstrarumhverfi.
Fram koma
Högni Hallgrímsson
forstöðumaður viðskiptalausna hjá AdvaniaChris O'Brien
Advania UKJerry Haywood
CEO boost.aiViðar Pétur Styrkársson
vörustjóri spjallmennalausna Advania