Company logo

Valmynd

14.mars 2023
08:30 - 11:00

Hefur gervigreind eitthvað að segja um góða þjónustu?

14. mars 2023

08:30-11:00

Matsalur Advania, Guðrúnartún 10, Online

Nýttu tækifærið til að hitta helstu sérfræðinga í gervigreind og fræðast um það hvernig nýta má tæknina til að bæta þjónustuupplifun.

Það hefur líklega ekki farið fram hjá neinum að gríðarlega þróun hefur átt sér stað í heimi gervigreindar. Til að mynda með tilkomu lausna sem byggðar eru á stórum mállíkönum á borð við ChatGPT og Dall-E. En hvaða áhrif mun þessi tækni hafa á núverandi þjónustuverslausnir og hvernig er hægt að nýta þessa tækni til að bæta þjónustuupplifun viðskiptavina?  

 

Á þessum morgunverðarfundi munu sérfræðingar frá Boost.ai og Advania ræða hvernig stór mállíkön geta bætt þjónustu og hvað skal varast þegar notast er við þessa tækni. Fulltrúar Íslandsbanka deila reynslu sinni af notkun spjallmennalausnarinnar Boost.ai.  

 

Fundurinn hentar sérstaklega þeim sem fást við samskipti, þjónustu og stafræna þróun fyrirtækja. 

 

Fundurinn fer fram í matsal Advania í Guðrúnartúni 10, 105 Reykjavík en hann verður einnig í beinni útsendingu. Við opnum dyrnar kl. 8:30 og bjóðum upp á léttan morgunverð. 

 

Dagskrá: 

  • 8:30 - Húsið opnar  
  • 8:45-9:00 - Viðar Pétur Styrkársson, vörustjóri spjallmennalausna Advania 
    • Gervigreind og stór mállíkön – Af hverju er framtíðin núna? 
  • 9:00-9:25 - Henry Vaage Iversen, meðstofnandi Boost.ai 
    • Conversational AI and Large Language Models. - Can ChatGPT be harnessed to deliver on the customer experience expectations of enterprise organizations? 
  • 9:25- 9:40 - Salóme Rúnarsdóttir, vörueigandi Fróða 
    • Spjallmennavegferð Íslandsbanka, hvernig Fróði sjálfvirknivæddi helming fyrirspurna í þjónustuveri. 
  • 9:40-10:00 - Spurningar og spjall 

Fram koma

speaker mynd

Viðar Pétur Styrkársson

vörustjóri spjallmennalausna Advania
speaker mynd

Henry Vaage Iversen

meðstofnandi Boost.ai
speaker mynd

Salóme Rúnarsdóttir

vörueigandi spjallmenninsins Fróða hjá Íslandsbanka