Meira virði í ráðningarferlinu með góðu onboarding
7. feb. 2023
09:00-10:00
Hilton Reykjavík Nordica
Fundurinn fer eingöngu fram á Hilton Reykjavík Nordica. Léttar veitingar verða á boðstólum. Húsið opnar kl. 8:30 og hefst fundurinn stundvíslega kl 9:00.
Við viljum bjóða þér á morgunfund þar sem Icelandair, Securitas og 50skills munu deila reynslusögum og tækifærum tengdum virkjun nýrra starfsmanna (e. onboarding).
Alexandre Silva Passalacqua og Hafþór Þórarinsson frá Icelandair segja frá því hvernig nokkur þúsund manna flugfélag tekst á við fjöldaráðningar og hvernig Icelandair hefur stillt upp sínum lausnum við virkjun nýrra starfsmanna.
Guðrún Inga Guðlaugsdóttir frá Securitas segir frá því hvaða áskoranir Securitas þurfti að takast á við í sínum innleiðingarferlum og hvernig þau hafa sjálfvirknivætt sína ferla.
Kristján Kristjánsson frá 50skills fjallar um hvernig breytingar á vinnumarkaði krefjast nýrra leiða við að virkja nýtt starfsfólk, opna á tækifæri til að færa fólk á milli staða á núverandi vinnustað (e. crossboarding), og ferla sem snúa að starfslokum (e. offboarding). Farið verður yfir hvaða leiðir mannauðsstjórar geta farið til að auka skilvirkni, starfsánægju og til að spara kostnað.
Leitast verður við að svara eftirfarandi spurningum:
- Hvernig er hægt að bæta, stytta og sjálfvirknivæða ráðningar- og onboarding ferlið?
- Hvaða breytingar á vinnumarkaði þarf að skoða sérstaklega þegar kemur að virkjun, tilfærslum og starfslokum starfsmanna?
- Hvers vegna er nauðsynlegt að ítra onboarding ferlið og bregðast við breytingum á vinnuumhverfi?
- Hvernig geta ólík teymi innan fyrirtækisins sinnt onboarding ferlunum?
- Hvernig geta mannauðsstjórar sparað tíma, orku og fjármagn með tækninni á sama tíma og þeir auka framleiðni starfsmanna?
Fundurinn fer fram á Hilton Reykjavík Nordica. Léttar veitingar verða á boðstólum. Húsið opnar kl. 8:30 og hefst fundurinn stundvíslega kl 9:00.
Hluti af fundinum fer fram á ensku.
Hlökkum til að sjá þig.
50skills og Advania
Fram koma
Kristján Kristjánsson
Framkvæmdastjóri 50skillsGuðrún Inga Guðlaugsdóttir
Mannauðsstjóri SecuritasAlexandre Silva Passalacqua
HR Solutions Manager, IcelandairHafþór Þórarinsson
Solutions Manager, IcelandairGuðríður Hjördís Baldursdóttir
Vörustjóri hjá Advania