03.mars 2022
10:00 - 10:45
Hvernig bætum við upplifun viðskiptavina okkar?
3. mars 2022
10:00-10:45
Online
Rætt verður um góðar venjur í viðskiptatengslastjórnun. Farið verður yfir verkfæri til að öðlast yfirsýn yfir öll samskipti viðskiptavina og fyrirtækisins og hvernig hægt sé að koma í veg fyrir að þjónustukeðjan rofni.
Á fundinum verður fjallað um mikilvægi þess að kortleggja vegferð viðskiptavina til að skilja betur þarfir þeirra og hvað þurfi til að bæta þjónustu við þá. Þá heyrum við af reynslu VÍS og hvaða hugmyndafræði liggur að baki þjónustu- og samskiptamálum fyrirtækisins.
- Ingibjörg Ásdís Ragnarsdóttir er forstöðumaður sölu- og markaðsmála hjá VÍS og kennir námskeið um þjónustu og upplifanir hjá Akademias. Hún starfaði áður í 17 ár hjá Icelandair meðal annars við að bæta notendaupplifun.
- Helgi Björgvinsson, forstöðumaður á hugbúnaðarlausnasviði Advania, leiðir fundinn.
- Atli Örn Egilsson, vörustjóri hjá Advania, segir frá Salesforce-lausninni sem nýtist í viðskiptatengslastjórnun, sölu- og markaðsmál en hjálpar fyrst og fremst fyrirtækjum að eiga hnitmiðaðri samskipti við viðskiptavini og bæta upplifun.
Fram koma
Ingibjörg Ásdís Ragnarsdóttir
framkvæmdastjóri sölu- og þjónustu hjá VÍSHelgi Björgvinsson
forstöðumaður, hugbúnaðarlausnir AdvaniaAtli Örn Egilsson
vörustjóri