Company logo

Valmynd

14.nóvember 2023
08:30 - 11:00

Hvernig getur mannauðsfólk eflt stjórnendur sem lykilaðila í ráðningarferlum?

14. nóv. 2023

08:30-11:00

Hilton Reykjavík Nordica

Reynslusögur af umfangsmiklum ráðningum og skilvirkum ráðningarferlum.

Hvernig búum við til skilvirk ráðningarferli og eflum stjórnendur til að búa til góða upplifun fyrir nýtt starfsfólk? 

 

Ásta Björg Magnúsdóttir mannauðssérfræðingur frá Reykjavíkurborg mun deila reynslu af innleiðingu 50skills hjá Reykjavíkurborg. Umfang ráðninga hjá stærsta vinnustað landsins, og verkefnið að finna starfsfólk með réttu hæfnina kallar á gott samstarf við hina fjölmörgu stjórnendur sem koma að ráðningum. 

Hlynur Atli Magnússon, ráðgjafi og partner hjá Hagvangi, mun fara yfir það hvernig samstarf stjórnenda, mannauðsfólks og utanaðkomandi ráðgjafa geti aukið árangur í ráðningum og jafnframt hvatt stjórnendur til þess að gera sig meira gildandi og tekið meiri ábyrgð í ráðningarferlum.

Kristín Helga Magnúsdóttir framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá 50skills mun deila reynslu af samstarfi og vinnustofum með viðskiptavinum og veita góð ráð hvernig má bæta upplifun starfsfólks í onboarding/offboarding.

Fram koma

speaker mynd

Kristín Helga Magnúsdóttir

framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar
speaker mynd

Ásta Björg Magnúsdóttir

mannauðssérfræðingur hjá Reykjavíkurborg
speaker mynd

Hlynur Atli Magnússon

ráðgjafi og partner hjá Hagvangi