Hvernig verður öflug vefverslun til?
7. nóv. 2023
10:00-10:30
Online
Þjónustuupplifun viðskiptavina hefur bein áhrif á hollustu og vilja þeirra til að eiga áfram viðskipti við fyrirtæki. 68% neytenda segjast vera hollari vörumerkjum og fyrirtækjum sem gera allt sem þau geta til að auðvelda viðskiptavinum að eiga viðskipti. Hentugleiki (e. convenience) er því orðinn nýr gjaldmiðill á hollustu.
Vefverslanir hafa fest sig í sessi sem nauðsynlegur partur af verslunarrekstri og verslunarfólk er meðvitað um að fyrsti snertiflötur við viðskiptavini er oftar en ekki í vefverslun, óháð því hvar kaupin fara fram. Þegar ný vefverslun er sett í loftið þarf að huga að mörgu til að hún skili sem bestum árangri, allt frá notendaupplifun til tenginga við birgðakerfi, og allt þar á milli.
En hvernig tryggjum við sú upplifun sem við náum að skapa í verslun þegar við erum með viðskiptavininn fyrir framan okkur, endurspeglist á vefnum? Hvernig fáum við viðskiptavininn til þess að koma aftur og aftur? Ef 73% viðskiptavina segjast tilbúnir að hætta að eiga viðskipti við fyrirtæki eftir aðeins eina slæma upplifun, hvernig komum við í veg fyrir það þegar við sjáum ekki framan í viðskiptavininn?
Valeria R. Alexandersdóttir forstöðukona veflausna, ræddi við Pétur Halldórsson, forstjóra S4S, um mikilvægi þess að fyrirtæki horfi fram í tímann og bregðist við breyttri kauphegðun með því að fjárfesta í öflugri vefverslun sem skilar tilætluðum árangri til lengri tíma og skapi sér þannig samkeppnisforskot.
Á fundinum deildi Pétur reynslusögum og góðum ráðum sem allir í verslunarrekstri geta nýtt á stafrænni vegferð. Við ræddum algengar mýtur þegar kemur að því að opna og reka vefverslun með farsælum árangri og spáðum í það hvernig verslun framtíðar muni líta út og ræddum nýjustu stefnur og strauma.
Fram koma
Valeria R. Alexandersdóttir
Forstöðumaður veflausna AdvaniaPétur Halldórsson
Framkvæmdastjóri S4S