Jólafundur mannauðslausna
2. des. 2022
15:00-17:00
Matsalur Advania, Guðrúnartún 10
Mannauðslausnir Advania bjóða þér og þínu teymi á okkar árlega jólafund. Þar ætlum við að ræða saman um mikilvæg mannauðsmál, fá okkur góðar veitingar og styrkja tengslin.
Á fundinum fáum við til okkar góða gesti frá ráðgjafafyrirtækjunum Ráði og Auðnast og sérfræðinga frá mannauðsdeild Festi. Rætt verður um starfrækslu jafnlaunakerfa, mikilvægi reglulegra starfsmannasamtala og hvernig viðskiptagreind nýtist stjórnendum.
Við hlökkum til að sjá þig og þitt mannauðsteymi.
Dagskrá:
- Vottað, staðfest og hvað svo?
Anna Beta Gísladóttir, sérfræðingur og meðeigandi hjá Ráði gefur okkur fimm góð ráð fyrir betri jafnlaunakerfi til að taka með sér inn í aðventuna - Farsæl samskipti eru forsenda að velgengi vinnustaðar.
Í stuttu erindi ætla Hrefna Hugosdóttir og Ragnhildur Bjarkadóttir, eigendur Auðnast að fara yfir mikilvægi þess að virkja góð samskipti á vinnustað og efla vellíðan starfsfólks. - Hvernig getur viðskiptagreind einfaldað okkur störfin
Valgerður María Friðriksdóttir og María Kristín Jónsdóttir frá mannauðsdeild Festi segja frá hvernig þau nýta BI skýrslur í sinni starfsemi og hvernig viðskiptagreind hefur nýst stjórnendum
Fram koma
Anna Beta Gísladóttir
Meðeigandi hjá RáðiRagnhildur Bjarkadóttir
Sálfræðingur hjá AuðnastValgerður María Friðriksdóttir
Mannauðsstjóri FestiMaría Kristín Jónsdóttir
Launastjóri launakerfa Festi