Company logo

Valmynd

17.mars 2022
13:00 - 13:30

Krasskúrs í stafrænni markaðssetningu

17. mars 2022

13:00-13:30

Online

Advania heldur áfram að efna til funda um hvernig fyrirtæki geta náð stafrænni forystu.

Í þetta sinn heyrum við góð ráð frá sérfræðingum í stafrænni markaðssetningu.  

 

Ert þú í vafa um hvaða stafrænu leiðir skili árangri í markaðssetningu? Styðja þínar veflausnir við árangursríkar markaðsherferðir?

 

Fjallað verður um leiðir til að hámarka árangur af því fjármagni sem varið er í stafrænar herferðir. Hvar liggja tækifærin? Hvaða tækni og tól eru aðgengileg? Hvernig taka megi gagnadrifnar ákvarðanir í markaðsmálum og hvernig nýta megi sjálfvirkar markaðslausnir.

 

Farið verður yfir hvernig góður vefur getur verið forsenda fyrir því að markaðsaðgerðir skili árangri. Hvernig geta fyrirtæki safnað gögnum og nýtt þau betur til að koma sér á framfæri. Hvernig fylgjum við stafrænum herferðum eftir og tryggjum endurkomu á vefinn?  

Fram koma

speaker mynd

Bragi Gunnlaugsson

vefstjóri Advania
speaker mynd

Magnea Gestrún Gestsdóttir

sérfræðingur í markaðsmálum hjá Advania
speaker mynd

Tryggvi Freyr Elínarson

þróunarstjóri Datera