Company logo

Valmynd

Microsoft lausnir sem skila árangri – Aukum öryggi og skilvirkni UT umhverfa á hagkvæman hátt

27. jan. 2026

08:30-10:00

Guðrúnartún 10, Austursíða 6, Akureyri

Microsoft hefur nýverið kynnt umfangsmiklar breytingar á leyfismálum sem auðvelda íslenskum fyrirtækjum og stofnunum að nýta sér margar af áhugaverðustu nýjungum félagsins.  Ráðgjafar Advania á sviði leyfismála og innleiðingu sértækra lausna munu á þessum viðburði kynna umræddar breytingar og hvernig þær geta nýst íslensku atvinnulífi sem best,  m.a. á sviði UT öryggismála og nýtingar gervigreindar.  

Við bjóðum þér í morgunverðarfund þar sem þú færð innsýn í nýjustu lausnir Microsoft og hvernig Advania getur hjálpað þér að hámarka virði þeirra. Fundurinn er ætlaður fyrirtækjum sem vilja styrkja stöðu sína í stafrænum umbreytingum. 

 

Á fundinum munum við: 

  • Sýna hvernig Advania skapar virði með þjónustu og ráðgjöf. 
  • Kynna helstu breytingar og nýjungar frá Microsoft, þar á meðal Copilot og AI lausnir. 
  • Deila bestu starfsvenjum í skýjalausnum og öryggi. 
  • Gefa þér tækifæri til að spyrja spurninga og tengjast sérfræðingum. 

 

Hvað færðu út úr fundinum? 

  • Skýra mynd af því hvernig nýjustu Microsoft lausnir geta styrkt þitt fyrirtæki. 
  • Ráðleggingar frá sérfræðingum um innleiðingu og rekstur. 
  • Tengslanet og tækifæri til að ræða við lykilfólk í greininni. 

 

Dagskrá 

08:30 – 08:45 
Morgunverður og móttaka

 

08:45 – 09:00 
Microsoft samstarfsaðilinn þinn 
Fyrirlesarar: Rakel Ýr Jóhannsdóttir og Eric Heinen 
– Hvernig við styðjum viðskiptavini í endurnýjun, ráðgjöf og virðisaukandi þjónustu.

 

09:00 – 09:15 
Helstu breytingar og nýjungar frá Microsoft  
Fyrirlesarar: Sandra Birgisdóttir og Gunnar Örn Ingólfsson 
– Nýjustu uppfærslur og umbætur í Microsoft vörum og hvernig þær hafa áhrif á fyrirtæki.

 

09:15 – 09:30 
Copilot – Hvernig hámarkar þú ávinninginn? 
Fyrirlesari: Nicolas Ragnar Muteau og Andri Már Helgason
– Copilot getur breytt vinnuferlum með góðri innleiðingu og notkun.

 

09:30 – 09:45 
Azure stjórnun og öryggi – Hvað skiptir mestu máli? 
Fyrirlesari: Einar Örn Einarsson  
– Azure: Skýjablinda er læknanleg – Hvernig er hægt að ná utan um skýjalausnina?

 

09:45- 10:00 
Fyrirspurnir úr sal 
– Gestir fá tækifæri til að spyrja sérfræðinga spurninga

 

Fundurinn fer fram í höfuðstöðvum Advania, Guðrúnartúni 10 en við munum einnig hittast á starfsstöð Advania á Akureyri og horfa á fundinn í beinu streymi.

Fram koma

speaker mynd

Rakel Ýr Jóhannsdóttir

Hópstjóri Microsoft lausna
speaker mynd

Eric Heinen

Viðskiptaþróunarstjóri
speaker mynd

Sandra Birgisdóttir

Microsoft leyfasérfræðingur
speaker mynd

Gunnar Örn Ingólfsson

Hópstjóri DevOps
speaker mynd

Nicolas Ragnar Muteau

Copilot ráðgjafi
speaker mynd

Andri Már Helgason

Vörustjóri Power Platform
speaker mynd

Einar Örn Einarsson

Solutions Architect

Skráðu þig á viðburðinn

Loading...