Company logo

Valmynd

01.október 2024
10:00 - 10:30

Netógnir - Innsýn frá CERT-IS og Advania

1. okt. 2024

10:00-10:30

Online

Netöryggi var eitt af lykilviðfangsefnum Haustráðstefnu Advania í ár. Við fylgjum því eftir með veffundi þann 1. október n.k. með tveimur fyrirlesurum ráðstefnunnar. Guðmundur Arnar Sigmundsson sviðstjóri netöryggissveitarinnar CERT-IS fór í erindi sínu Netógnarmynd fyrir Ísland yfir stöðumat CERT-IS vegna helstu netógna er herja á Norðurlöndin og Evrópu. Arnar Ágústsson deildarstjóri hjá rekstrarlausnum Advania talaði í Hörpu um það af hverju netöryggi á alls ekki að vera drama eins og í Hollywood bíómyndunum en erindi hans vakti mikla athygli á ráðstefnunni. Á þessum fundi köfum við enn dýpra inn í netöryggismálin. Veffundinum stýrir Elísabet Ósk Stefánsdóttir vörustjóri hjá rekstrarlausnum Advania.

Fram koma

speaker mynd

Arnar Ágústsson

Deildarstjóri Rekstrarlausna Advania
speaker mynd

Guðmundur Arnar Sigmundsson

forstöðumaður CERT-IS
speaker mynd

Elísabet Ósk Stefánsdóttir

Vörustjóri hjá Rekstrarlausnum