14.mars 2024
10:00 - 10:30
Netöryggi er rekstraröryggi: Þrjár stærstu áskoranirnar framundan
14. mars 2024
10:00-10:30
Online
Við fórum um víðan völl og skyggndumst meðal annars inn í framtíðina og fjölluðum um helstu áskoranirnar næstu árin þegar kemur að netöryggismálum.
Steinn Örvar Bjarnarson, sérfræðingur í netöryggismálum, og Arnar Ágústsson vörustjóri, fóru yfir hvernig netöryggi sé orðið hluti af rekstraröryggi. Einnig fjölluðu þeir um hvernig sé best að undirbúa netumhverfi til að verjast netárásum og tóku svo dæmi um hvernig netþrjótar djúpfalsa gögn með hjálp gervigreindar til að svíkja út fé.
Að fundi loknum ættir þú að þekkja:
- Hverjar hætturnar eru þegar kemur að netöryggi á Íslandi.
- Þrjár stærstu áskoranir sem stjórnendur fyrirtækja þurfa að takast á við til að tryggja netöryggi á sínum vinnustað.
Fram koma
Steinn Örvar Bjarnason
Netöryggissérfræðingur hjá AdvaniaArnar Ágústsson
Deildarstjóri Rekstrarlausna Advania