Company logo

Valmynd

NIS-2, DORA og hlíting í framkvæmd: Tækifæri fyrir stjórnendur og tæknifólk

18. mars 2025

08:45-10:00

Guðrúnartún 10

Heyrir þitt fyrirtæki undir NIS2 eða DORA en þú veist ekki hvar þú átt að byrja? Við skulum koma þér af stað. Á þessum fundi munu sérfræðingar ræða um aukna ábyrgð stjórnenda og fara yfir aðgerðir sem hægt er að ráðast í til þess að hlíta nýju regluverki frá Evrópu.

Hildur Sif Haraldsdóttir, lögfræðingur og forstöðumaður Compliance hjá Advania, mun fara yfir NIS2 og DORA. Alma Tryggvadóttir, sem leiðir netöryggisþjónustu Deloitte, mun ræða hvernig fyrirtæki geta nálgast nýjar lagakröfur á jákvæðan hátt og nýtt hana sem tækifæri til umbreytinga. Sigrún Lilja Sigmarsdóttir, fagstjóri eftirlits með öryggi net- og upplýsingakerfa hjá Fjarskiptastofu, fjallar um NIS2 og eftirlitshlutverk Fjarskiptastofu. Að lokum mun Hafsteinn Guðmundsson, framkvæmdastjóri rekstrarlausna hjá Advania, skoða hvernig samstarf fyrirtækja við UT þjónustuaðila er lykilþáttur í farsælli vegferð.

Að loknum fundi munu þátttakendur hafa öðlast skilning á umfangi og praktískri nálgun NIS2/DORA hlítingar auk þess að fá verkfæri til þess að hefja gloppugreiningu gagnvart hlítingu.

 

NIS2 og DORA: Áhrif á fyrirtæki og stjórnendur 
Hildur Sif Haraldsdóttir, lögfræðingur og forstöðumaður Compliance hjá Advania, fjallar um innihald og áhrif NIS2 og DORA auk þess að skýra hvað þær þýða fyrir fyrirtæki og stjórnendur.

 

NIS2: Byrði eða tækifæri? 
Strangari netöryggiskröfur NIS2/DORA geta virst íþyngjandi, en með réttum aðferðum má nýta þær sem drifkraft til nýsköpunar, tækniframfara og jafnvel samkeppnisforskots. Alma Tryggvadóttir, sem leiðir netöryggisþjónustu Deloitte, sýnir hvernig fyrirtæki geta breytt regluverki í stefnu sem skilar raunverulegum árangri.

 

Af hverju eftirlit með NIS2?
Sigrún Lilja Sigmarsdóttir, fagstjóri eftirlits með öryggi net- og upplýsingakerfa hjá Fjarskiptastofu, fjallar um eftirlitshlutverk Fjarskiptastofu með gildandi netöryggislögum, þar á meðal tilgang þess, fyrirkomulag og forgangsröðun eftirlits ásamt því að fara yfir það sem koma skal með NIS2.

 

Gerum kröfur: Farsælt samstarf fyrirtækja og þjónustuaðila 
Hafsteinn Guðmundsson, framkvæmdastjóri rekstrarlausna hjá Advania, fjallar um samspil fyrirtækja og UT þjónustuaðila, hvaða kröfur fyrirtæki ættu að gera til síns þjónustuaðila og hvernig hægt er að hefja samtalið til þess að hámarka árangur í samstarfinu. 

Fram koma

speaker mynd

Hildur Sif Haraldsdóttir

Lögfræðingur og forstöðumaður Compliance hjá Advania
speaker mynd

Sigrún Lilja Sigmarsdóttir

Fagstjóri eftirlits með öryggi net- og upplýsingakerfa hjá Fjarskiptastofu
speaker mynd

Alma Tryggvadóttir

Leiðtogi net- og upp­lýs­inga­ör­ygg­isþjón­ustu Deloitte
speaker mynd

Hafsteinn Guðmundsson

Framkæmdastjóri rekstrarlausna hjá Advania

Skráðu þig á viðburðinn

Loading...