Company logo

Valmynd

05.október 2020
11:00 - 12:00

Öryggisátak Advania í október: AwareGo - en þetta var svo trúverðugt!

5. okt. 2020

11:00-12:00

Online

Örþjálfun starfsfólks um hætturnar í stafrænum heimi.

Starfshættir okkar hafa tekið miklum breytingum undanfarin ár og hafa óprúttnir aðilar tekið upp nýjar aðferðir til þess að komast yfir verðmætar upplýsingar. Helsti skotspónn þeirra eru starfsmenn fyrirtækja sem þeir reyna að plata, til dæmis með fölskum beiðnum um millifærslur. Það reynist svikahröppum árangursríkara að leika á fólk en að brjótast í gegnum þaulreyndar stafrænar öryggisvarnir.  Sífellt mikilvægara verður því að halda starfsfólki upplýstu um algengar hættur og hvernig mögulegt sé að sneiða hjá þeim.

AwareGo býður uppá þjálfunarkerfi sem er einfalt og þægilegt í umsýslu fyrir kerfisstjóra og felur í sér vídjófræðslu. Það er aðgengilegt og skemmtilegt fyrir starfsfólk og tekur ekki nema 2 mínútur að fara í gegnum hvert viðfangsefni. Allir sem óska eftir því að fá að prófa þessa lausn geta gert það sér að kostnaðarlausu. Sérfræðingar okkar aðstoða við uppsetningu og útgáfu fyrstu öryggismyndbandana.


 

Allir sem skrá sig á þennan fund fá frítt rafrænt eintak af nýju bókinni Cybersecurity for dummies


 

Viðburðurinn er liður í alheimsátaki um aukna öryggisvitund sem stendur yfir í október.

Fram koma:

Bjarki Traustason, vörustjóri hugbúnaðarlausna Advania

Ragnar Sigurðsson, stofnandi AwareGo

Lee Roy Tipton, tæknistjóri AwareGo

Fram koma

speaker mynd

Bjarki Traustason

Ráðgjafi í öryggisteymi Advania