Company logo

Valmynd

Öryggisráðstefna Advania

30. okt. 2024

13:00-16:00

Hilton Reykjavík Nordica

Við lokum öryggisoktóber með ráðstefnu um netöryggismál frá 13:00-16:00 þann 30. október á Hilton Reykjavík Nordica. Ráðstefnan fer fram í sal A á jarðhæð.

Skráning er nú þegar hafin en dagskrá má sjá hér fyrir neðan. 

Fundarstjóri ráðstefnunnar er Elísabet Ósk Stefánsdóttir vörustjóri Skjaldar hjá rekstrarlausnum Advania.

 

 

Erindi ráðstefnunnar: 

  • Staða netöryggis á Íslandi
  • Skilvirkari vegferð í Azure skýið
  • Örugg afritun - Fyrsta og síðasta úrræðið
  • Netkerfi eru mikilvæg innviði
  • Fólk, ferlar og framtíð upplýsingaöryggis
  • Vörn, vöktun, viðbragð - Er það nóg?
  • Ábyrgur rekstur er öryggismál

 

13:00 Húsið opnar

Fundarstjóri er Elísabet Ósk Stefánsdóttir vörustjóri Skjaldar hjá rekstrarlausnum Advania.

 

13:30 Ábyrgur rekstur er öryggismál

Hafsteinn Guðmundsson, framkvæmdastjóri rekstrarlausna hjá Advania.

Þegar öllu er á botninn hvolft snýst öflug öryggisstefna um skilvirkan og forvirkan rekstur upplýsingakerfa. 

 

13:55 Staða netöryggis á Íslandi

Daði Gunnarsson, sérfræðingur hjá Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu.

Farið verður yfir starfsemi Eyvarar, sem er hæfnisetur Íslands í netöryggi, og helstu verkefni sem þar eru. Daði fer einnig yfir niðurstöður úr könnun um helstu áskoranir fyrirtækja og stofnana á sviði netöryggis og tengsl á milli hennar og netöryggisstyrks Eyvarar. Stefna og hlutverk hæfniseturs Evrópu í netöryggi (ECCC) kynnt.
 

 

14:10 Skilvirkari vegferð í Azure skýið

Fanney Gunnarsdóttir, tæknistjóri hjá Advania.

Í frumskógi risavaxins skýjaumhverfis er oft erfitt að sjá til sólar. Rétt uppsetning umhverfisins, aðgangsstýring og utanumhald kostnaðar geta reynst gríðarlega flókin verkefni og það er auðvelt að villast á leiðinni. Í þessu erindi munum við skoða hvernig fyrirtæki geta náð stjórn á Azure umhverfinu til þess að bæta öryggi, ná utan um kostnað og auka skilvirkni í sinni skýjavegferð.

 

 

14:25 Örugg afritun - Fyrsta og síðasta úrræðið

Ólafur Helgi Haraldsson, deildarstjóri innviða hjá Advania.

Góð afritunarstefna er oft til þess fallin að því betri sem hún er, því ólíklegra er að það þurfi á henni að halda. Með sjálfvirkri afritun úr Azure skýinu geta fyrirtæki nú uppfyllt kröfur um gagnageymslu á Íslandi og jafnvel sett upp rauntímaafritun milli landshluta. Þetta erindi fjallar um það hvernig rekstraröryggi getur verið tryggt, jafnvel í neyðartilvikum þegar allt samband við útlönd er í uppnámi. 

 

14:40 Kaffihlé

 

15:00 Netkerfi eru mikilvægir innviðir

Steinn Örvar Bjarnarson, netöryggissérfræðingur hjá Advania.

Netkerfi eru hluti af grunninnviðum langflestra fyrirtækja. Öruggur rekstur netkerfa er lykillinn að því að tryggja rekstrarsamfellu og forðast óvæntar truflanir. Í þessu erindi munum við fjalla um bestu starfshætti, nýjustu tækni og lausnir sem tryggja fyrirtækjum stöðugan og öruggan netrekstur.

 

 

 

15:15 Fólk, ferlar og framtíð upplýsingaöryggis

Emil Örn Víðisson, ráðgjafi netöryggis hjá Advania.

Býr þitt fyrirtæki við falskt öryggi? Í þessu erindi munum við munum skoða hvers vegna þekkt áhætta er betri en falskt öryggi og kynna hvernig fyrirtæki geta nálgast öryggismál sín með ábyrgari hætti með hjálp vCISO og öryggisráðgjafa til þess að lyfta öllum áhættum upp á borðið og takast á við þær. 

 

 

15:30 Vörn, vöktun, viðbragð - Er það nóg?

Heimir Lárus Kristjánsson, senior cyber security operations engineer hjá Advania.

Hvernig veistu hvort þínar varnir séu nógu öflugar? Í þessu munum við kafa djúpt í hvers vegna sólarhringsvöktun og SOC teymi sem bregst strax við ógnum eru mikilvægir þættir í öryggisstefnu fyrirtækja. Við munum skoða hvernig Skjöldur sameinar vörn, vöktun og viðbragð til þess að þétta þitt öryggisnet.

 

15:45

Hafsteinn Guðmundsson, framkvæmdastjóri rekstrarlausna hjá Advania, lokar ráðstefnunni og dregur saman erindi dagsins. 

 

Drykkir og léttar veitingar eftir ráðstefnu.