Passar vefurinn í alla ramma?
31. maí 2023
11:00-11:30
Online
Á þessum veffundi munum við skoða hvernig við hámörkum ánægju viðskiptavina með vel hönnuðum, öflugum og skalanlegum stafrænum lausnum þar sem enginn er skilinn út undan.
Farið verður yfir hvers vegna það skiptir máli að skapa góðan grunn í upphafi verkefna og mikilvægi þess að hanna góðar skalanlegar undirstöður sem knýja fram ánægju viðskiptavina, jákvæða upplifun af samskiptum við fyrirtæki í gegnum stafræna þjónustu og vöxt fyrirtækja. Einnig verður skoðað hvaða tækifæri og tól eru til staðar sem hjálpa við að skapa samræmda notendaupplifun á milli kerfa.
Á fundinum verður einnig fjallað um algengar áskoranir sem viðskiptavinir standa frammi fyrir og hvernig notendahönnun getur dregið úr þessum vandamálaum. Þá munu sérfræðingar Advania og Jökulár deila innsýn sinni og þekkingu, veita hagnýtar ráðleggingar til að hjálpa fyrirtækjum að byggja upp og hámarka stafræna upplifun viðskiptavina.
Fundurinn er fyrir þá sem vilja læra meira um hvernig bæta megi stafræna upplifun viðskiptavina, öðlast dýpri skilning á skalanlegum stafrænum lausnum og hvernig notendamiðuð hönnun hefur bein áhrif á stafrænt fótspor sem fyrirtæki setja á samfélagið.
Fram koma
Valeria R. Alexandersdóttir
Forstöðumaður veflausna AdvaniaBjörgvin Pétur
Listrænn stjórnandi Jökulár