Company logo

Valmynd

31.maí 2022
08:30 - 12:00

Praktísk ráð fyrir þína skýjavegferð

31. maí 2022

08:30-12:00

Grand hótel, Í streymi á Tryggvabraut 10, Akureyri

Hvernig eykurðu sjálfvirkni, öryggi og hagræðingu í rekstri með nýtingu Microsoft skýjalausna? Advania býður til morgunverðarfundar þar sem athyglinni er beint að því sem að brennur á öllum stjórnendum er varða þessi mál.

Viðskiptavinir Advania, Sjóvá og Háskóla Íslands, lýsa reynslu sinni af innleiðingu á Microsoft Intune og Autopilot og tækifærin í nýtingu á Azure Windows Virtual Desktop. Sérfræðingar Advania fjalla um tækifærin sem lausnirnar geta fært fyrirtækjum ásamt því að kynna nýjar þjónustur sem Advania hefur þróað til styðja við lausnamengi Microsoft.  

Sérfræðingar okkar í notendabúnaði og fjarfundalausnum verða á staðnum með lausnir fyrir nútíma tvinnustaðinn.

 

Viðburðurinn verður haldinn þriðjudaginn 31. maí í Háteigssalnum 4. hæð á Grand Hótel Reykjavík. 

Fundurinn verður einnig í beinni útsendingu á skrifstofu Advania við Tryggvabraut 10 á Akureyri.

Viðburðurinn er þátttakendum að kostnaðarlausu, en skráning er nauðsynleg. Skráðu þig strax til að tryggja þér pláss.

 

Dagskrá 

08:30 Húsið opnar. Morgunmatur og spjall.  

09:00 Berenice Barrios, deildarstjóri Microsoft lausnahóps hjá Advania, býður gesti velkomna.

09:10 Ragnar Sigurðsson, hópstjóri hjá Advania,  fjallar um tækifærin við nýtingu Microsoft Intune og Autopilot.  Sérstaklega fjallað um hvernig lausnirnar geta aukið sjálfvirkni við uppsetningu notendabúnaðar og dreifingu hugbúnaðar.  

09: 30 Jóhann Áki Björnsson, innkaupastjóri UT-búnaðar hjá HÍ, segir frá nýtingu Azure Windows Virtual Desktop í rekstri tölvuvera Háskóla Íslands. 

09:50 Einar Örn Einarsson, ráðgjafi hjá Advania, fjallar um hvernig íslensk fyrirtæki efla UT varnir sínar með öryggislausnum Microsoft.  Kynnt verður til sögunnar ný öryggisþjónusta Advania sérstaklega sniðin til að styðja við viðskiptavini sem nýta öryggislausnir Microsoft.  

 

10:15 Hlé 

 

10:35 Þóra Rut Jónsdóttir, forstöðumaður sjálfbærni hjá Advania, segir frá áherslum Advania í sinni sjálfbærnivegferð og frá skuldbindingu Advania við sjálfbærnimarkmið Microsoft. 

10:50 Daníel Kristinn, sérfræðingur hjá Advania, fjallar um hvernig framtíðin í upplýsingatæknirekstri felur í sér nýtingu margra skýjaþjónusta. Áskoranir og tækifæri í nýjum veruleika reifuð.

11:10 Peter Wilson, ráðgjafi hjá Content & Cloud, kynnir nálgun fyrirtæksins við að undirbúa yfirfærslu upplýsingakerfa í Azure skýjaþjónustu Microsoft.  

11:30 Léttar veitingar og spjall.