Kynninga á ráðstefnulausn
6. okt. 2020
11:00-12:00
Online
Á þessum fundi munu Auður Inga Einarsdóttir, markaðsstjóri Advania og Hrafnhildur Sif Sverrisdóttir, forstöðumaður veflausna Advania segja okkur frá því hvernig Haustráðstefna Advania var gerð stafræn í ár. Hvernig getum við haldið glæsilega ráðstefnu á þessum tímum og gefið þátttakendum kost á gagnvirkni? Getum við skapað þá upplifun að þú sért á ráðstefnu, streymt, deilt ítarefni o.fl.? Eftir miklar vangaveltur og leit að lausn sem gerði þetta allt saman, þá ákváðum við að smíða launsina sjálf. Nú getum við boðið fyrirtækjum, stofnunum, félagasamtökum og menntasetrum upp á stafræna lausn til að halda utan um viðburðina sína, hvort sem um ræðir kynningar, ráðstefnur, sýningar eða aðalfundina. Við fáum til okkar Vigdísi Jóhannsdóttur, markaðsstjóra Stafræns Íslands sem var einna fyrst að hoppa á vagninn og hélt á dögunum stafrænu ráðstefnuna Tengjum ríkið. Stafrænni framtíð opinberrar þjónustu tengist hagsmunaaðilum bæði innan hins opinbera sem og utan. Upplýsingagjöf er stór hluti af því verkefni sem og þörfin á endurgjöf. Því er mikilvægi ráðstefnu eins og Tengjum ríkið mikilvæg og enn mikilvægara að geta haft hana aðgengilega öllum á einfaldan hátt.
Fram koma
Hrafnhildur Sif Sverrisdóttir
Auður Inga Einarsdóttir
Framkvæmdastjóri innviðalausna, Advania