11.febrúar 2021
11:00 - 12:00
Stafræn heimsókn
11. feb. 2021
11:00-12:00
Online
Árlega bjóðum við okkar stærstu viðskiptavinum á sviði rekstrarþjónustu til viðburðar þar sem við lítum til baka yfir liðið ár og rýnum í sameiningu tækifærin og áskoranirnar sem bíða okkur á árinu sem nú er gengið í garð.
Rætt verður um tækifæri í upplýsingatækni á fordæmalausum tímum, fáum að heyra frá nokkrum stjórnendum fyrirtækja sem eru á áhugaverðri stafrænni vegferð, hver framtíðin í skýinu sé og verða öryggismál í brennidepli.
Dagskrá fundarins er eftirfarandi:
- Sigurður Sæberg, framkvæmdarstjóri rekstrarlausna Advania, býður gesti velkomna, fer yfir liðið ár og veitir innsýn í helstu verkefni framundan.
- Elísabet Árnadóttir, öryggisstjóri Advania, fjallar um samstarf milli fyrirtækja í öryggismálum, kröfur til þjónustuaðila í upplýsingatækni og öryggishættur sem við stöndum frammi fyrir á komandi tímum.
- Aðgengi að gögnum og kerfum hefur aldrei verið eins þægilegt og nú. Með réttri stýringu sem og nýtingu á skýjalausnum er framleiðni starfsfólks og samvinna milli hópa aukin. Steindór Arnar Jónsson, deildarstjóri framlínuþjónustu, fjallar um Cloud Operations.
- Gera má ráð fyrir að á komandi misserum muni langflestir fundir hafa að minnsta kosti einn fundargest í fjarfundi sem vinnur að heiman eða frá öðru fyrirtæki. Er þitt fyrirtæki tilbúið í slíka fundi? Sigurgeir Þorbjarnarson, sérfræðingur í samskiptalausnum fer yfir helstu lausnir 2021, Teams sem fjarfundalausn og símkerfi.
Fram koma
Sigurður Sæberg Þorsteinsson
Framkvæmdastjóri rekstrarlausna AdvaniaElísabet Árnadóttir
Sigurgeir Þorbjarnarson
Vörustjóri funda- og samskiptalausnaRiaan Dreyer
Hlöðver Thor Árnason
Birna Íris Jónsdóttir
Ragnhildur Ágústsdóttir
hjá Microsoft á ÍslandiElísabet Erlendsdóttir
Steindór Arnar Jónsson