Company logo

Valmynd

11.febrúar 2021
11:00 - 12:00

Stafræn heimsókn

11. feb. 2021

11:00-12:00

Online

Advania býður viðskiptavinum sínum í hýsingar- og rekstrarþjónustu í stafræna heimsókn fimmtudaginn 11. febrúar kl 13:00 – 14:30.

Árlega bjóðum við okkar stærstu viðskiptavinum á sviði rekstrarþjónustu til viðburðar þar sem við lítum til baka yfir liðið ár og rýnum í sameiningu tækifærin og áskoranirnar sem bíða okkur á árinu sem nú er gengið í garð.

Rætt verður um tækifæri í upplýsingatækni á fordæmalausum tímum, fáum að heyra frá nokkrum stjórnendum fyrirtækja sem eru á áhugaverðri stafrænni vegferð, hver framtíðin í skýinu sé og verða öryggismál í brennidepli.

 

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

  • Sigurður Sæberg, framkvæmdarstjóri rekstrarlausna Advania, býður gesti velkomna, fer yfir liðið ár og veitir innsýn í helstu verkefni framundan.
  • Elísabet Árnadóttir, öryggisstjóri Advania, fjallar um samstarf milli fyrirtækja í öryggismálum, kröfur til þjónustuaðila í upplýsingatækni og öryggishættur sem við stöndum frammi fyrir á komandi tímum.
  • Aðgengi að gögnum og kerfum hefur aldrei verið eins þægilegt og nú. Með réttri stýringu sem og nýtingu á skýjalausnum er framleiðni starfsfólks og samvinna milli hópa aukin. Steindór Arnar Jónsson, deildarstjóri framlínuþjónustu, fjallar um Cloud Operations.
  • Gera má ráð fyrir að á komandi misserum muni langflestir fundir hafa að minnsta kosti einn fundargest í fjarfundi sem vinnur að heiman eða frá öðru fyrirtæki. Er þitt fyrirtæki tilbúið í slíka fundi? Sigurgeir Þorbjarnarson, sérfræðingur í samskiptalausnum fer yfir helstu lausnir 2021, Teams sem fjarfundalausn og símkerfi.

Fram koma

speaker mynd

Sigurður Sæberg Þorsteinsson

Framkvæmdastjóri rekstrarlausna Advania
speaker mynd

Elísabet Árnadóttir

speaker mynd

Sigurgeir Þorbjarnarson

Vörustjóri funda- og samskiptalausna
speaker mynd

Riaan Dreyer

speaker mynd

Hlöðver Thor Árnason

speaker mynd

Birna Íris Jónsdóttir

speaker mynd

Ragnhildur Ágústsdóttir

hjá Microsoft á Íslandi
speaker mynd

Elísabet Erlendsdóttir

speaker mynd

Steindór Arnar Jónsson