Company logo

Valmynd

17.mars 2022
11:00 - 11:45

Samfélagsleg ábyrgð í alþjóðlegri aðfangakeðju

17. mars 2022

11:00-11:45

Online

Á fundinum fer Deborah Albers og Bart Devos hjá Responsible Business Alliance yfir hvernig RBA vinnur kerfislega til að bæta aðfangakeðjuna.

Advania býður til veffundar um hvernig fyrirtæki geta sýnt samfélagslega ábyrgð, ekki bara í sínum eigin rekstri heldur allri aðfangakeðjunni. Á fundinum sitja sérfræðingar RBA fyrir svörum en það eru samtök tileinkuð samfélagslegri ábyrgð fyrirtækja í alþjóðlegum aðfangakeðjum. Markmið RBA er vera vettvangur fyrir meðlimi, birgja þeirra og aðra hagaðila til að vinna saman að bættum aðbúnaði starfsfólks og draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum. Samtökin vilja beina athygli fyrirtækja að leiðandi stöðlum og margreyndu verklagi til að stuðla að bættri aðfangakeðju.  

Á fundinum verður farið yfir hvernig RBA vinnur kerfislega til að bæta aðbúnað starfsfólks í aðfangakeðjunni. Fjallað verður um leiðir til þess að öðlast marktækar upplýsingar um stóra alþjóðlega birgja og hvernig nýta megi samstarf til að takast á við vandamál í aðfangakeðjunni.  

Vonast er til að fundurinn veiti þátttakendum innblástur til að stíga stærri skref í átt að sjálfbærni og samfélagslegri ábyrgð.  

Þóra Rut Jónsdóttir, sérfræðingur Advania í sjálfbærni, leiðir fundinn. 

Fram koma

speaker mynd

Deborah Albers

Vice President of Operations hjá Responsible Business Alliance
speaker mynd

Bart Devos

Senior director of Public Policy and European Affairs
speaker mynd

Þóra Rut Jónsdóttir

Forstöðumaður sjálfbærni
speaker mynd

Guðmundur Steinar Zebitz

deildarstjóri vörustýringar