Company logo

Valmynd

19.september 2023
10:00 - 10:30

Hvernig reglulegt samtal eykur árangur og ánægju starfsfólks

19. sept. 2023

10:00-10:30

Online

Samskipti á vinnustað eru mikilvæg til að búa til gott starfsumhverfi. Það er margt sem hefur áhrif á samskipti eins og breyttir vinnustaðir með aukinni fjarvinnu, innkomu nýrra kynslóða og áhersla á heilsu og vellíðan starfsfólks. Allt þetta hefur skapað nýjar áskoranir og tækifæri fyrir mannauðsfólk og stjórnendur.

Á þessum veffundi munum við fjalla um hvernig regluleg samtöl á milli stjórnanda og starfsfólks geta hjálpað vinnustöðum að styðja við andlega heilsu starfsfólks og auka starfsánægju. Einnig hvernig mannauðsstjórar eru með það verkefni að móta framtíðarvinnustaði og mikilvægi þess að  mannauðslausnirnar séu í sífelldri endurskoðun og í takt við krefjandi þarfir og áskoranir.  

 

Á fundinum mun Guðríður vörustjóri Samtals spjalla við þær Rósu Hrund Kristjánsdóttur frá Hvíta húsinu og Helenu Jónsdóttur frá Mental ráðgjöf um ávinning þess að halda vel utan um starfsþróun og vellíðan starfsfólks.

Fram koma

speaker mynd

Guðríður Hjördís Baldursdóttir

Vörustjóri hjá Advania
speaker mynd

Helena Jónsdóttir

framkvæmdastjóri Mental
speaker mynd

Rósa Hrund Kristjánsdóttir

hugmynda- og hönnunarstjóri hjá Hvíta húsinu