Company logo

Valmynd

30.september 2025
10:00 - 11:00

Samtalið mótar menninguna: Hvert er hlutverk stjórnenda í að byggja upp traust, tengsl og árangur?

30. sept. 2025

10:00-11:00

Online

Sterk vinnustaðamenning verður ekki til af sjálfu sér, hún mótast í daglegum samskiptum. Regluleg og markviss samtöl milli stjórnenda og starfsfólks skipta sköpum fyrir traust, tengsl og árangur.

 


Á veffundi 30. september tókum við á móti Helenu Jónsdóttur, klínískum sálfræðingi og framkvæmdastjóra Mental, sem hefur á undanförnum árum stutt fjölmarga vinnustaði við að byggja upp heilbrigða og árangursríka menningu með virkum stjórnendatakti og reglulegum innlitum. 


Helena deildi reynslu og lifandi dæmum úr starfi,  meðal annars frá Arnarskóla, þar sem innleiðing stjórnendatakts og reglulegra innlita skilaði ótvíræðum árangri. Þar jókst starfsánægja og traust til stjórnenda, upplifun starfsfólk af streitu minnkaði til muna og starfsfólki finnst nú mun auðveldara að viðhalda jafnvægi milli vinnu og einkalífs. 


Veffundinum var ætlað að sýna fram á hvernig einföld en markviss nálgun,  að setja samtalið og reglulegan stjórnendatakt í forgang, getur orðið eitt öflugasta verkfæri stjórnenda til að móta menningu vinnustaðarins og stuðja við bæði fólk og árangur. 

Fram koma

speaker mynd

Helena Jónsdóttir

Framkvæmdastjóri Mental ráðgjöf
speaker mynd

Guðríður Hjördís Baldursdóttir

Vörustjóri hjá Advania