Company logo

Valmynd

30.október 2020
10:01 - 11:00

Aðgerðir í átt að sjálfbærni fyrirtækja og heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna

30. okt. 2020

10:01-11:00

Online

Advania og Dell Technologies efna til fundar um sjálfbærni fyrirtækja og hvernig vinna megi markvisst að heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Advania og DELL eru í þeim stóra hópi fyrirtækja sem hafa skuldbundið sig til að vinna að heimsmarkmiðunum

Á fundinum verður rætt um hvernig standa megi við þessa skuldbindingu með raunverulegum umbótaverkefnum og innleiðingu hringrásarhugsunar. Louise Koch, yfirmaður sjálfbærnismála hjá Dell Technologies, er ástríðufullur leiðtogi og hefur helgað sig vinnu að umhverfismálum, sjálfbærni og heilbrigðri fyrirtækjamenningu. Ekki síst því sem snýr að mannréttindum, fjölbreytileika og jafnrétti á vinnustöðum. Hávær umræða um þau mál á sér stað í Danmörku, heimlandi Louise, þessa dagana. Á fundinum segir Koch frá háleitum markmiðum Dell Technologies fyrir 2030 og hvernig hringrásarhugsun er beitt við nýsköpun og vöruþróun fyrirtækisins. Þóra Rut Jónsdóttir, sérfræðingur Advania í sjálfbærni, leiðir vinnu Advania á því sviði. Hún segir frá vegferð fyrirtækisins í sjálfbærni og ræðir möguleikana á að innleiða hringrásarhugsun í vöruframboð fyrirtækisins. Hún fer yfir aðgerðir Advania til að draga úr kolefnisspori, stuðla að jöfnum tækifærum kynjanna og hvetja fleiri konur til að velja tæknigeirann.