Spennandi nýjungar í Business Central – Notendafundur í Guðrúnartúni 10
28. okt. 2022
08:30-10:00
Matsalur Advania, Guðrúnartún 10
Húsið opnar kl. 8.30 og býður Högni Hallgrímsson, forstöðumaður Business Central ráðgjöf og þróun, býður gesti velkomna stundvíslega kl. 9.00.
Dagskrá:
- Spennandi nýjungar í Business Central
Fjöldi nýjunga hefur verið bætt við virkni Business Central. Sagt verður frá áhugaverðum nýjungum og hvaða ávinning þær geta fært notendum. Farið verður yfir viðbætur sem geta sparað notendum sporin.
Hjörtur Geirmundsson, hugbúnaðarsérfræðingur í Business Central
Sóley Rut Magnúsdóttir, ráðgjafi í Business Central
- Hvernig getur Power Platform einfaldað okkur lífið
Eru endurteknir ferlar á vinnustaðnum þínum sem krefjast tímafrekrar handavinnu? Í mörgum tilfellum getur Power Platform leyst slíka vinnu af hólmi. Í þessum fyrirlestri verður fjallað um Power Platform og sagt frá raunverulegum dæmum af því hvernig Power Platform lausnir auka skilvirkni hjá viðskiptavinum Advania.
Andri Már Helgason, vörustjóri
- Breyttar áherslur í þjónustu
Með tilkomu Business Central í skýinu, skapast tækifæri til að skerpa á fyrirkomulagi á þjónustu við notendur. Advania vill einfalda notendum að hjálpa sér sjálfir og öðlast um leið betri færni í notkun kerfisins. Hér kynnum við til sögunnar nýjan hjálparvef fyrir notendur Business Central SaaS.
Dröfn Teitsdóttir, Ráðgjafi í Business Central
Fram koma
Högni Hallgrímsson
forstöðumaður viðskiptalausna hjá AdvaniaAndri Már Helgason
vörustjóri Business CentralSóley Rut Magnúsdóttir
ráðgjafi í Business CentralDröfn Teitsdóttir
ráðgjafi í Business CentralHjörtur Geirmundsson
hugbúnaðarsérfræðingur í Business Central