Company logo

Valmynd

24.nóvember 2020
00:00 - 00:00

Spjall um ráðningarferli Orkuveitu Reykjavíkur - árangur og áskoranir

24. nóv. 2020

00:00-00:00

Online

Orkuveitan hefur lagt mikla áherslu á jafnrétti og hvernig stuðla megi að jafnrétti í ráðningarferlinu.

Kristján Kristjánsson, stofnandi 50skills, Guðríður Hjördís Baldursdóttir, vörustjóri í mannauðslausnum Advania, og Ásdís Eir Símonardóttir, sérfræðingur í mannauðsmálum hjá Orkuveitu Reykjavíkur, ræða hvernig ráðningarferlið er hjá Orkuveitu Reykjavíkur og hvað skiptir mestu máli.

Farið verður yfir spurningar á borð við:

- Hvernig er ráðningarferlið hjá Orkuveitu Reykjavíkur samstæðunni og dótturfélögum þess?
- Hversu margir koma að ráðningum með beinum eða óbeinum hætti?
- Hvernig komst ykkar ráðningarferill á — og hvernig gekk sú innleiðing?
- Hvaða mælikvarða eruð þið helst að horfa til í ráðningum?
- Hverjar eru helstu áskoranir í að finna starfsfólk, meta hæfni starfsfólks og virkja starfsfólk á vinnustaðnum?