Snjallmenni – ekki bara spjallmenni

Marín Jónsdóttir verkefnastjóri gervigreindarteymis Advania og Sigurður Óli Árnason gervigreindarsérfræðingur segja frá möguleikum spjallmenna og reynslu þeirra af Boost.ai lausninni.

Þau Marín Jónsdóttir verkefnastjóri gervigreindarteymis Advania og Sigurður Óli Árnason gervigreindarsérfræðingur segja frá möguleikum spjallmenna og reynslu þeirra af Boost.ai lausninni. Snjallmenni (e. virtual agent) er leið til að efla þjónustu við viðskiptavini og stytta biðtíma eftir þjónustu. Ólíkt mannfólkinu geta spjallmenni staðið vaktina allan sólarhringinn og veitt viðskiptavinum þjónustu utan hefðbundins opnunartíma vinnustaða. Marín og Sigurður Óli hafa aðstoðað viðskiptavini Advania við að innleiða spjallmenni og á fundinum fara þau yfir möguleika þessarar tækni og hvernig hún leysir ýmsar áskoranir fyrirtækja. Sem dæmi er hægt að innleiða rafræn skilríki til að auðkenna viðskiptavini í spjallinu og þjónusta þá enn betur. Spjallmenni (e. chatbot) hafa verið til í áratugi – en nú er tími snjallmenna genginn í garð.

Fram koma:

speaker mynd
Marín JónsdóttirVerkefnastjóri gervigreindarteymis Advania
speaker mynd
Sigurður Óli ÁrnasonGervigreindarsérfræðingur hjá Advania