Tæknilausnir í takt við framtíðarvinnustaði
3. okt. 2023
10:00-10:30
Online
Með nýjum áherslum, innkomu nýrra kynslóða og fjarvinnustefnu eru vinnustaðir að breytast og hefur hlutverk stjórnenda breyst mikið á síðustu árum. Verkefni stjórnenda snúa nú í auknum mæli að mannauðsmálum og auknum samskiptum við starfsfólkið. Til að stjórnendur geti verið sem sjálfstæðastir í sínum störfum er mikilvægt að velja tæknilausnir sem styðja vel við þeirra störf og geri þau skilvirkari. Með aukinni skilvirkni skapast svo meira rými fyrir mannauðsfólk til að móta faglega stefnu á vinnustaðnum sem leiðir af sér meiri árangur og ánægju starfsfólksins.
Á fundinum ætla þeir Þórður Ingi Guðmundsson forstöðumaður mannauðslausna, Kristján Kristjánsson framkvæmdastjóri 50skills og Björn Björnsson framkvæmdastjóri Moodup að ræða um hvernig breyttar áherslur í störfum stjórnenda hafa skapað tækifæri fyrir tæknilausnir til að koma til móts við þarfir stjórnenda og hvert þróun þessara lausna er að stefna.
Fram koma
Þórður Ingi Guðmundsson
Forstöðumaður mannauðslausna AdvaniaKristján Kristjánsson
Framkvæmdastjóri 50skillsBjörn Björnsson
framkvæmdastjóri Moodup