Company logo

Valmynd

05.nóvember 2020
11:01 - 12:00

Ert þú að nota Teams sem símkerfi? Nýjungar og aukið notagildi Teams sem fjarfundalausn og símkerfi

5. nóv. 2020

11:01-12:00

Online

Notkun á Microsoft Teams hjá fyrirtækjum hefur margfaldast að undanförnu í ljósi þess hve margir starfsmenn kjósa að vinna að heiman. Microsoft Teams er öflugt samvinnu- og samskiptatól sem hjálpar við skipulag verkefna, heldur utan um fundarboð, dagatöl, skjölun og einnig er hægt að hringja í aðra notendur Teams í gegnum öflugt mynd- og hljóðsímtalakerfi.

Á þessum fjarfundi munu þau María Björk Ólafsdóttir, ráðgjafi í Microsoft lausnum, og Sigurgeir Þorbjarnarson, sérfræðingur í fjarfunda- og samvinnulausnum, kynna nýjungar í Teams og hvað er framundan. Meðal þess sem farið verður yfir er: Helstu nýjungar og það sem er væntanlegt í Teams Hvernig hægt er að nýta Teams sem símkerfi hjá stórum sem smáum fyrirækjum Hvernig má nýta Teams fyrir viðburði og fundi Nýjungarnar Meeting Rooms (MTR) og Collaboration bars Möguleikann á því að tengja allar tegundir fjarfundabúnaðar við Teams með CVI