Þróun verslunarrekstrar og kauphegðunar til framtíðar
8. feb. 2023
08:30-10:00
Guðrúnartún 10, Í streymi á Tryggvabraut 10, Akureyri
Mikilar breytingar hafa orðið á rekstri verslanna síðustu misserin samfara sjálfvirknivæðingu verslanaferla og breyttri kauphegðun.
Í boði verða snörp, ólík og mjög áhugaverð erindi sem öll snúa að þeirri miklu gerjun sem er innan verslunargeirans á Íslandi.
Skráðu þig núna til að tryggja þér sæti.
Dagskrá:
8:30 - Húsið opnar með morgunmat - Guðrúnartún 10, Reykjavík og Tryggvabraut 10, Akureyri
8:45 - dagskrá hefst
Velkomin
Getur neysluhegðun fyrri ára gefið góðar vísbendingar um framtíð verslunar á Íslandi?
- Sigrún Ösp Sigurjónsdóttir, hagfræðingur og forstöðukona Rannsóknaseturs verslunarinnar, veitir innsýn í helstu tölur um verslun á Íslandi. Hún mun skoða neysluhegðun Íslendinga frá 1998, fara yfir jólaverslun síðustu ára, skoða innlenda netverslun frá árinu 2017 og rýna í erlendar spár um framtíð verslunar með það að markmiði að spá fyrir um framtíðarþróun innlendrar verslunar og netverslunar.
Keflavíkurflugvöllur - þróun verslunar og þjónustu.
- Guðmundur Daði Rúnarsson - framkvæmdarstjóri viðskipta- og þróunar Isavia. Stærsti hluti viðskiptavina flugvallarsins er að koma í fyrsta skipti á flugvöllinn og fæstir í þeim tilgangi að versla. Hraði og hnökralaus þjónusta er lykilinn að því að geta í framhaldi hámarkað tækifærið í hvataverslunarumhverfi þar sem þekking á viðskiptavininum er mikilvægasti þátturinn.
Sjálfbæri fagaðilinn. Hnökralaus upplifun í sjálfsafgreiðslu.
- Edda Blumenstein - framkvæmdastjóri framþróunar verslunar og viðskiptavina. Edda mun lýsa Omni-channel lausn BYKO sem þróuð var fyrir fagaðila og snýr að hnökralausri upplifun fagaðila frá því að þörf fyrir vörukaupum kemur upp þar til að lokið hefur verið við kaupin.
Hvernig gæti framtíð verslunar litið út?
- Ívar Logi Sigurbergsson, forstöðumaður - Afgreiðslulausnir Advania. Dagana 14. -17. janúar síðastliðinn komu saman í New York ríflega 35.000 manns og kynntu sér þær helstu tækninýjungar sem drífa munu áfram þróun í verslunarrekstri næstu misserin. Ívar var á NRF 2023 og gerir grein fyrir því áhugaverðasta sem fyrir augu bar.
10:00 - Dagskrárlok.
Skráðu þig núna - við hlökkum til að sjá þig!
Fram koma
Sigrún Ösp Sigurjónsdóttir
Forstöðukona Rannsóknaseturs verslunarinnarGuðmundur Daði Rúnarsson
Framkæmdastjóri viðskipta- og þróunar IsaviaEdda Blumenstein
eiganda og framkvæmdastjóra BeOmni consultingÍvar Logi Sigurbergsson
Forstöðumaður afgreiðslulausna Advania