Veflausnir og stafræn þjónusta á óvissutímum
3. apríl 2020
11:00-12:00
Online
Í ástandinu sem skapast hefur á undanförnum vikum getur vissulega verið yfirþyrmandi að fara af stað í stafræna þróun. Aðstæðurnar hafa hins vegar knúið frambreyttar kröfur neytenda til verslunar og þjónustu á netinu. Veflausnateymi Advania aðstoðar fyrirtæki og stofnanir við að sækja fram með stafrænum leiðum. Við kappkostum við að mæta áskorunum með einföldum lausnum sem bæta stafrænt viðmót og um leið þjónustu. Tækifærin eru fjölmörg og tæknin sjálf er sjaldan fyrirstaða. Hvernig tekur þú fyrstu skrefin og kemst hratt af stað? Í stuttu spjalli förum við yfir nokkur skref sem hjálpa þér af stað og auðvelda forgangsröðun á stafrænum tækifærum. Rætt verður um undirbúning, kortlagningu á helstu áskorunum og hvað skili mestu virði fyrir þitt fyrirtæki eða stofnun. Dæmi verða tekin af áskorunum og snjallri stafrænni þjónustu; allt frá sjálfsafgreiðslu til sjálfvirknivæðingar. Fjallað verður um leiðir til að hagræða og bæta upplifun viðskiptavina. Hittum sérfræðinga á sviði veflausna: Leifur Björnsson Leifur er hugbúnaðarsérfræðingur á sviði veflausna Advania og sérhæfir sig meðal annars í sérsmíði, viðhaldi veflausna og sjálfvirknivæðingu ferla til að bæta þjónustu. Leifur brennur fyrir notendamiðaða hönnun veflausna og hefur tekið þátt í stórum frumkvöðlaverkefnum. Ásta Þöll Gylfadóttir Ásta er ráðgjafi á sviði veflausna Advania. Hún hefur stýrt fjölbreyttum verkefnum á sviði stafrænnar þróunar með áherslu á hönnunarspretti og aðferðir þjónustuhönnunar í nýsköpun (journey mapping).
Fram koma
Leifur Björnsson
Ásta Þöll Gylfadóttir
Ráðgjafi á sviði veflausna