Company logo

Valmynd

29.október 2020
11:00 - 12:00

Bestaðu vefinn og hámarkaðu nýtingu markaðsfjár

29. okt. 2020

11:00-12:00

Online

Hvað ber að hafa í huga við framleiðslu efnis fyrir vefi? Hvernig getum við tryggt sýnileika og náð til markhópsins? Hvað ber að hafa í huga við uppbyggingu og viðhald vefja?

Daði Rúnar Pétursson, deildarstjóri hjá veflausnum Advania, og Tryggvi Freyr Elínarson þróunarstjóri Datera, ræða hvernig við getum hámarkað árangur og nýtingu markaðsfjár með stafrænum lausnum og markaðsaðgerðum. Farið verður yfir mikilvæg atriði og markmiðasetningu til að auka sölu og bæta þjónustu. Daði og Tryggvi fjalla einnig um stafrænna stöðu og þroska íslenskra fyrirtækja og vísa meðal annars í nýja rannsókn MMR sem sýnir glögglega hvar innlend fyrirtæki þurfa að bæta sig. Stafrænn þroski (e. digital maturity) er mælistika á getu fyrirtækja til að tileinka sér nýjustu tæknilausnir og aðlagast stöðugum breytingum. Stafrænn þroski hefur forspárgildi fyrir markaðsárangur. Mat á stafrænum þroska getur því veitt íslenskum fyrirtækjum mikilvæga innsýn í þeirra vegferð í átt að stafvæðingu. Dagbjört Ólöf Sigurðardóttir, tölvunarfræðingur hjá Advania, fjallar um mikilvægi góðrar notendaupplifunar. Hún segir frá kröfum Google um að vefir séu aðgengilegir og læsilegir öllum og hvernig það skili þeim ofar í leitarniðurstöðum.

Fram koma

speaker mynd

Tryggvi Freyr Elínarson

þróunarstjóri Datera
speaker mynd

Daði Rúnar Pétursson

Deildarstjóri hjá veflausnum Advania