Company logo

Valmynd

24.nóvember 2022
10:00 - 10:30

Veistu kolefnisspor þinna viðburða?

24. nóv. 2022

10:00-10:30

Online

Með því að nýta tæknina og taka meðvitaðar ákvarðanir hvernig viðburðir fara fram er hægt að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem verður til vegna viðburðahalds.

Blandaðir viðburðir (e. hybrid events) sem eru bæði á staðnum og í streymi eru að verða sífellt vinsælli. Sú tegund af viðburðahaldi gefur gestum færi á að ráða hvar og hvenær þeir nálgast viðburðinn, hvort sem það er að mæta á staðinn eða horfa á viðburðinn í gegnum streymi. Þessi valkostur veitir fleirum tækifæri á að taka þátt og eykur aðgengi.

 

Á þessum veffundi ræða Erla Harðardóttir vörustjóri stafrænnar viðburðalausnar Advania og Þóra Rut forstöðumaður sjálfbærni Advania um það hvernig tæknin getur nýst til að draga úr losun gróðurhúsaloftegunda og hvaða atriði það eru sem valda mestri losun í viðburðahaldi.

 

Tekið verður dæmi um viðburð sem haldinn er á staðnum og viðburð bæði í stafrænum heimi og í raunheimum og munurinn á losun skoðaður. Til þess greina muninn er notuð kolefnisreiknivél Advania.

 

Ef þú hefur áhuga á hvernig hægt er að nýta tæknina til að draga úr losun þátt mátt þú ekki missa af þessum veffundi, einnig ef þú ert að fara að halda viðburð en langar að lágmarka áhrif hans á umhverfið.

Fram koma

speaker mynd

Erla Harðardóttir

vörustjóri stafrænnar viðburðalausnar Advania
speaker mynd

Þóra Rut Jónsdóttir

Forstöðumaður sjálfbærni