Vinnulag í mannauðsmálum sem skilar árangri fyrir sveitarfélög
19. nóv. 2024
10:00-10:30
Online
Á veffundinum munu Íris Gunnarsdóttir, mannauðsstjóri Borgarbyggðar og Berglind Lovísa Sveinsdóttir, vörustjóri H3 launakerfis spjalla við Sylvíu Rut Sigfúsdóttir samskiptastjóra Advania um hagnýtingu lausna sem fyrir sveitarfélög.
Íris mun segja frá farsælli vegferð Borgarbyggðar og því vinnulagi sem mannauðssviðið hefur tamið sér sem er til fyrirmyndar á þeirri stafrænu vegverð. Sýn Borgarbyggðar er að gera stjórnendur sjálfstæðari í mannauðsmálum og til þess nýta þau meðal annars H3 launakerfið sem hefur skilað þeim góðum árangri.
Berglind Lovísa, sérfræðingur í launamálum mun deila hagnýtum ráðum við að nýta kerfið með bestum hætti og hvaða leiðir mannauðssvið hafa til að skila upplýsingum til stjórnenda.
Fram koma
Berglind Lovísa Sveinsdóttir
Vörustjóri hjá AdvaniaÍris Gunnarsdóttir
mannauðsstjóri Borgarbyggðar